FRÁBÆR FRAMMISTAÐA Á MINNINGARMÓTI GUÐMUNDAR ARASONAR

Helgina 22.-23. maí fór fram minningarmót Guðmundar Arasonar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Mjölnir/HR var með átta keppendur á mótinu og var frammistaðan stórgóð.

Þeir Mikael Hrafn (HR/Mjölnir) og Ísak Guðnason mættust í annarri viðureign laugardagsins í -69 kg flokki U17 ára. Eftir flotta viðureign sigraði Mikael eftir dómaraákvörðun og komst þar af leiðandi í úrslit. Úrslitaviðureignin fór svo fram daginn eftir.

Ásgeir Þór (HR/Mjölnir) mætti Bjarka Þór í -91 kg flokki U19. Ásgeir sigraði með tæknilegu rothöggi eftir flotta frammistöðu.

Mikael Leó Aclipen (HR/Mjölnir)  barðist sinn fyrsta box bardaga á mótinu. Mikael er í keppnisliði Mjölnis í MMA og margverðlaunaður á glímumótum barna og unglinga hér á landi en steig í boxhringinn í fyrsta sinn. Mikael mætti Hafþóri Magnússyni í -64 kg flokki U19. Mikael sigraði eftir dómaraákvörðun í skemmtilegri viðureign.

Kara Guðmundsdóttir (HR/Mjölnir) mætti Hildi Sif í -75 kg flokki kvenna. Þær sýndu báðar glæsilega tækni og var viðureignin afar jöfn en hún Kara tók sigur að lokum eftir klofna dómaraákvörðun.

Baldur Vilmundarson (HR/Mjölnir) mætti Bjarka Smára í -75 kg flokki. Þetta var glæsileg viðureign og þeir stóðu sig báðir afar vel en Bjarki tók þó sigur að lokum.

Steinar Thors (HR/Mjölnir) tók keppnishanskana af hillunni og mætti Arnis Kopstals í -85kg karla. Þetta var fyrsti bardagi Steinars í rúm tvö ár og var ekki að sjá að hann hefði verið á hliðarlínunni svo lengi. Þetta var mjög jöfn og flott viðureign og báðir sýndu mjög flotta tækni. Steinar Thors tók þó sigur að lokum eftir klofna dómaraákvörðun en bardaginn var valinn bardagi mótsins.

Í síðustu viðureign dagsins mættust þeir Magnús Kolbjörn og Eiríkur Eiríksson (HR/Mjölnir) og kepptu um gull í Elite flokki karla í +91kg. Magnús lenti góðum höggum snemma svo að hann var nokkrum skrefum framar en Eiríkur að þessu sinni og sigraði því viðureignina að lokum.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði