GRETTISMÓTIÐ FER FRAM UM HELGINA

Grettismót Mjölnis fer fram helgina 13. til 14 nóvember. Á Grettismótinu er keppt í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) og í galla (Gi). Á laugardeginum fer fram keppni fullorðinna en á sunnudeginum er keppt í 5-17 ára flokkum.

FULLORÐINSMÓT:

Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka.

Mótið hefst kl. 11:00 en keppendur eru beðnir um að mæta kl. 10:00. Vigtað er í gi á mótsdag. Aldurstakmark keppenda er 18 ár en 16-17 ára geta keppt að fengnu leyfi þjálfara og forráðamanns.

Á mótinu verður keppt eftir reglum IBJJF samkvæmt brúnbeltingum og upp. Allir beinir fótalásar, kneebar og toe hold er leyfilegt en heel hooks ekki. sjá nánar hér.

Öll svæfingartök eru leyfð, með og án fatnaðar. Allir handarlásar, úlnliðslásar og axlarlásar eru leyfðir og allir beinir fótalásar og toe hold. Biðjum keppendur um að kynna sér reglurnar fyrir mótið.

Skráning fer fram í gegnum Smoothcomp hér en skráningargjald er 4.000 kr. og fæst ekki endurgreitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis eða í gegnum mjolnir.felog.is. Greiðsla fyrir mótið þarf að greiðast fyrir mótið. Skráningarfrestur rennur út kl. 23 fimmtudaginn 11. nóvember.

Aðgangseyrir fyrir áhorfendur kr. 500.

Upptalning á þyngdarflokkum:

Karlar: -68 kg, -79 kg, -90 kg, -101 kg, +101 kg og Opinn flokkur karla

Konur: -64 kg, -74 kg, +74 kg og Opinn flokkur kvenna

UNGMENNAMÓT

Húsið opnar kl. 10 en mótið hefst kl. 11 og er reglufundur kl. 10:45. Vigtað er á mótsdag en þjálfarar geta líka sent inn þyngd keppenda fyrirfram. Keppt er í nokkrum aldurs- og þyngdarflokkum en mögulega verða flokkar sameinaðir þó reynt verði að raða sem jafnast í flokka.

Skráning fer fram í gegnum Smoothcomp hér en skráningargjald er 2.000 kr. og fæst ekki endurgreitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis eða í gegnum mjolnir.felog.is. Greiðsla fyrir mótið þarf að greiðast fyrir mótið. Skráningarfrestur rennur út kl. 23 fimmtudaginn 11. nóvember.

Mismunandi reglur gilda fyrir aldursflokkana en reglurnar má nálgast neðst í fréttinni.

ALDURSFLOKKAR

— 2014-2016 5-7 ára
— 2012-2013 8-9 ára
— 2010-2011 10-11 ára
— 2008-2009 12-13 ára
—2006-2007 14-15 ára
—2004-2005 16-17 ára

REGLUR 2021

2014-2016 (glímulengd 2 mínútur) 5-7 ára

Við keppni í þessum flokkum skal leggja höfuðáherslu á að passa upp á að fyrirbyggja meiðsli. Dómari hefur vald til þess að stöðva glímu hvenær sem á henni stendur til að forða keppendum frá meiðslum og er mælst til þess að hann geri það.

Leyfileg brögð:

Keppt er upp á stig í þessum aldursflokkum og er farið eftir reglum IBJJF (engin advantage stig verða þó gefin)

Óleyfileg brögð:

Engin uppgjafartök eru leyfileg í þessum aldursflokkum.

Bannað er að hoppa í guard (semsagt pulla guard með því að hoppa á andstæðing)

Öll önnur brögð sem eru óleyfileg í eldri aldursflokkum (hér að neðan) eru einnig óleyfileg hér.

2010-2011 og 2012-2013 (glímulengd 3 mínútur)

Við keppni í þessum flokkum skal leggja höfuðáherslu á að passa upp á að fyrirbyggja meiðsli. Dómari hefur vald til þess að stöðva glímu hvenær sem á henni stendur til að forða keppendum frá meiðslum og er mælst til þess að hann geri það.

Leyfileg brögð:

Keppt er upp á stig í þessum aldursflokkum og er farið eftir reglum IBJJF (engin advantage stig verða þó gefin)

Óleyfileg brögð:

Engin uppgjafartök eru leyfileg í þessum aldursflokkum.

Bannað er að hoppa í guard (semsagt pulla guard með því að hoppa á andstæðing)

Öll önnur brögð sem eru óleyfileg í eldri aldursflokkum (hér að neðan) eru einnig óleyfileg hér.

2006-2007 og 2008-2009 (glímulengd 4 mínútur)

Við keppni í þessum flokkum skal leggja höfuðáherslu á að passa upp á að fyrirbyggja meiðsli. Dómari hefur vald til þess að stöðva glímu hvenær sem á henni stendur til að forða keppendum frá meiðslum og er mælst til þess að hann geri það.

Leyfileg brögð:

Svæfingarlásar eru leyfðir en skal miða við að ef að dómari telur að keppandi sé nálægt því að ná lásnum þá skal dómari stöðva glímuna og úrskurða viðkomandi sigurvegara.

Beinir handarlásar eru leyfðir sem og axlarlásar. Ef að dómari telur að keppandi sé nálægt því að ná lásnum þá skal dómari stöðva glímuna og úrskurða viðkomandi sigurvegara.

Óleyfileg brögð:

Úlnliðslásar eru óleyfilegir.

Allir fótalásar eru óleyfilegir, hvort sem um er að ræða beina eða snúandi.

Allir lásar sem fela í sér að snúa upp á háls/hrygg eða setja háls/hrygg í óþægilega stöðu eru óleyfilegir.

Bannað er að hoppa í guard (semsagt pulla guard með því að hoppa á andstæðing).

Öll önnur brögð sem eru óleyfileg í eldri aldursflokkum (hér að neðan) eru einnig óleyfileg hér.

2004-2005 (glímulengd 5 mínútur)

Leyfileg brögð:

Öll svæfingartök.

Allir handarlásar, axlarlásar og úlnliðslásar.

Beinir fótalásar (straight footlocks, e.g. Achilles lock, Estima lock).

Óleyfileg brögð:

Það má ekki kýla, sparka, bíta eða pota í líkamsop.

Það má ekki rífa í hár.

Það má ekki pota í sár eða vísvitandi valda skaða.

Það má ekki reyna að snúa háls í óþægilega stöðu.

að má ekki framkvæma lás sem snýr upp á hryggjaliði.

Það má ekki framkvæma snúandi fótalása.

Það má ekki lyfta manni sem liggur á baki í loftið og skella honum í gólfið.

Ef gripið er í fingur þá skal grípa í að minnsta kosti þrjá fingur sem liggja saman í einu gripi.

Bannað er að hoppa í guard (semsagt pulla guard með því að hoppa á andstæðing)

Það má vera að ofangreindur listi sé ekki tæmandi og því skal spyrja út í vafamál með hvort eitthvað megi eður ei þegar farið verður yfir reglur á mótsdegi. Dómarar áskilja sér rétt til að banna ákveðin brögð þó þau hafi ekki verið tilgreind á ofangreindum lista. Það er ítrekað við keppendur að sýna ávallt íþróttamannslega hegðun og er reiknað með því að keppendur hafi vit og þekkingu til að framkvæma ekki aðgerðir sem líklegt er að valdi líkamlegum skaða. Ef að dómari telur að keppandi hafi brotið af sér með því að stofna vísvitandi til líkamsskaða á öðrum keppanda þá skal þeim keppanda umsvifalaust vísað úr keppni.

Stigagjöf er hefðbundin samkvæmt reglum IBJJF.

Athugið að aldursflokkar geta breyst eftir skráningarfjölda keppenda.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði