HELJARÞRAUT 6 ÚRSLIT

Heljarþraut 6 fór fram um helgina og tókst vel til. Mótið er annað af tveimur þrekmótum Mjölnis og hefur verið haldið árlega frá 2018.
 
Mótið er paramót og var keppt í þremur flokkum; opinn flokkur kvenna, opinn flokkur karla og masters flokkur (35 ára og eldri). Hvert lið þurfti að klára fjóra viðburði sem voru allir krefjandi en skemmtilegir. Meðal þess sem liðin þurftu að klára í viðburðunum var snörun, réttstöðulyfta, 600 m útihlaup í Öskjuhlíðinni, 4.000 m róður á vél og 4.000 m á Assault bike hjóli. Fjölbreyttar æfingar og mikil ákefð!
 
Eftir harða keppni voru það liðin AGA og Naked mole rats sem sigruðu opnu paraflokkana. AGA unnu þrjá viðburði af fjórum og áttu frábæran dag en Twins voru skammt undan. Kvennaflokkurinn var gríðarlega jafn og var örlítill munur á 1. og 2. sætinu. Naked mole rats tryggðu sér gullið með því að vinna síðasta viðburðinn og voru vel að sigrinum komin.
 
Í fyrsta sinn var síðan keppt í masters flokki (35 ára og eldri) og voru það Halldór Már og Hjalti Freyr sem sigruðu þar með nokkrum yfirburðum þar sem þeir unnu þrjá viðburði af fjórum.
 
Allir sigurvegararnir fengu fæðubótarefni frá Hreysti, gjafabréf og íþróttaföt frá Altis / Under Armour, gjafabréf á Deig og risakleinuhring frá Deig! Hér að neðan má sjá efstu þrjú sætin í flokkunum.
 

Opinn flokkur karla:

1. sæti: AGA (Tindur og Þórbergur)

2. sæti: Twins (Bensi og Dóri)

3. sæti: Afreksmenn (Hinrik og Snorri)

 

Opinn flokkur kvenna:

1. sæti: Naked mole rats (Þórdís og Kristín)

2. sæti: Andrea og Hrafnhildur

3. sæti: Frostadætur (Íris Dögg og Sara Lind)

 

Masters karla (35 ára og eldri)

1. sæti: Halldór Már og Hjalti Freyr

2. sæti: Kóngarnir (Pétur Jóhann og Unnar Helgason)

3. sæti: Ultravikings (Glenn Moyle og Gunnar Dofri)


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði