LOKAÐ TÍMABUNDIÐ VEGNA HERTRA SÓTTVARNA STJÓRNVALDA

LOKAÐ TÍMABUNDIÐ VEGNA HERTRA SÓTTVARNA STJÓRNVALDA
Mjölnir lokar tímabundið

Hertar aðgerðir stjórnvalda voru kynntar fyrr í dag. Þar segir að allt íþróttastarf verði lagt af í bili og taka reglurnar í gildi á miðnætti. Það þýðir að Mjölnir þarf að loka og má ekki opna á meðan núverandi reglur eru gildandi sem er í þrjár vikur nema slakanir komi í millitíðinni. Mjölnir mun bæta tímanum sem lokað verður sjálfkrafa aftan við áskrift virkra iðkenda þannig að námskeið eða áskrift lengist eftir því hversu lengi lokað verður.

Sökum þessa munum við lána ketilbjöllur út til virkra iðkenda. Bjölluleigan verður opin frá kl. 12:00 til 15:00 á morgun fimmtudaginn 25. mars og kl. 10-13 föstudaginn 26. mars. Einnig eitthvað í næstu viku ef þarf. Leigan er aðeins fyrir þá sem eru með virka áskrift í Mjölni. Ekki er hægt að taka frá bjöllur og gildir reglan „fyrstir koma, fyrstir fá“. Aðeins er hægt að fá eina bjöllu á mann og þarf að skila bjöllunni um leið og Mjölnir getur opnað. Ef búnaður hefur ekki borist í hús 48 klukkustundum eftir auglýsta opnun þarf viðkomandi að greiða gjald fyrir sein skil. Hægt er að sækja bjöllu fyrir aðra meðlimi en þá þarf að vera með réttar upplýsingar hjá viðkomandi (nafn, kennitala, símanúmer og netfang).

Ábyrgð og áhætta á búnaði færist yfir á viðskiptavini þegar búnaður fer út fyrir Mjölni og mun viðskiptavinur eftir það vera ábyrgur fyrir tjóni og skemmdum á búnaði, einnig ef búnaður glatast.

Við viljum biðja alla sem koma að mæta með grímur. Allir þurfa að skrifa undir leiguskilmála í móttöku við komu í húsið.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði