MJÖLNIR TEKUR UPP SPORTABLER

MJÖLNIR TEKUR UPP SPORTABLER
Sportabler

Þessi tilkynning er einkum ætlum meðlimum í Mjölni.

Nú er Nóri, skráningar- og greiðslukerfið sem við höfum notast við, að hætta og höfum við fært alla okkar áskrifendur yfir í Sportabler sem kemur í þess stað. Þessu fylgja ýmsir kostir þar sem Sportabler er einnig í boði sem smáforrit (app), á fimm tungumálum (English, Icelandic, Deutsch, Español & Polski), en með notkun þess verður öll upplýsingagjöf markvissari, skráningar á æfingar þægilegri og öll samskipti og yfirsýn á einum stað. Við vonum að þessi breyting muni bæta þjónustu okkar til muna.

Hvað þarf þú að gera?
Í fyrsta lagi þarftu að stofna aðgang í Sportabler, ef þú hefur hann ekki nú þegar, og helst hlaða niður smáforritinu (appinu). Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þá sem hafa ekki notað Sportabler áður eru hér neðar í póstinum.

Áskriftin þín endurnýjast sjálfkrafa á næstu dögum en af öryggisástæðum er ekki mögulegt að færa vistuð greiðslukort á milli kerfa. Því biðjum við þig að ganga frá greiðslu þegar greiðslubeiðni opnast í Sportabler appinu (þú færð tilkynningu í símann) ef þú kýst að greiða áskriftina þín með greiðslukorti.

Þeir sem hafa hingað til fengið greiðsluseðil í heimabanka þurfa ekkert að athafnast þar sem kröfurnar munu halda áfram að birtast í heimabanka (koma inn í næstu viku). Við mælum hins vegar með því að stofna aðgang á www.sportabler.com/shop/mjolnir og ná svo í appið í kjölfarið til þess að geta skráð þig í tíma.
 
Ef þú vilt ekki nota Sportabler appið þá getur þú nálgast upplýsingar hér að neðan:

Hér sérðu upplýsingar um þínar áskriftir: https://www.sportabler.com/shop/my-subscriptions

Hér sérðu ógreiddar greiðslubeiðnir: https://www.sportabler.com/shop/my-invoices

Sé ekkert aðhafst munum við senda greiðsluseðil fyrir áskriftinni. Athugið að þjónustugjald fyrir hvern greiðsluseðil er 390 kr og því borgar það sig að skrá frekar greiðslukortaupplýsingar. Auk þess mun Mjölnir á næstu mánuðum hætta að bjóða upp á áskriftir með greiðsluseðlum og því borgar sig að halda sig áfram við greiðslukortin.
 
Ég hef aldrei notað Sportabler áður
Ef þú hefur ekki notað Sportabler áður skaltu fara á https://www.sportabler.com/shop/mjolnir og stofna aðgang uppi í hægra horninu (smellir á “Innskrá í Sportabler” og velur svo “Stofna aðgang”). Eftir nýskráningu sækir þú síðan Sportabler appið í símann (í App Store, Play Store eða Google Play) og skráir þig inn.

Í kjölfarið á þessari yfirfærslu tekur Sportabler einnig við af Stara sem bókunarkerfi í tíma í Mjölni, https://www.sportabler.com/classes/mjolnir

Með fyrirfram þökk fyrir skilninginn
Við vonum að þið takið vel í þessa óhjákvæmilegu breytingu kæru iðkendur og hlökkum til að bæta þjónustuna enn frekar með nýju kerfi og símaappi. Ef eitthvað er óskýrt þá er Sportabler með netspjall í gegnum appið og skráningarsíðu félagsins þar sem hægt er að fá aðstoð með tæknileg atriði.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði