TÆKJASALURINN OPNAR

TÆKJASALURINN OPNAR
GRYFJAN REGLUR

Nú er verið að opna fyrir æfingar í Gryfjunni (tækjasalnum) fyrir iðkendur í Mjölni. Þar sem takmarkaður fjöldi kemst í hvern tíma þurfa allir að skrá sig fyrirfram í tímana í gegnum Stara skráningarkerfið okkar á netinu. Þeir sem eru í einkatímum þurfa að gera þetta líka. Þjálfarar þurfa þó ekki að skrá sig (nema þeir séu við æfingar) og nú eru þetta fyrirfram ákveðnir tímar, þ.e. á heila tímanum. Hver tími er 50 mínútur og því þurfa allir að vera farnir úr Gryfjunni 10 mínútur í heila tímann.

Athugið að aðeins er hægt að mæta í þá tíma sem boðið er uppá í innskráningarkerfinu, þ.e. ef þeir eru ekki fullbókaðir, en aldrei er hægt að mæta beint í Gryfjuna án þess að skrá sig. Sumir tímar yfir daginn eru fyrirfram bókaðir (t.d. fyrir keppnisliðin) og eru þá ekki í innskráningarkerfinu fyrir iðkendur.

Þá er einnig óheimilt að bóka tvo tíma í röð. Samkvæmt leiðbeiningum Sóttvarnarlæknis fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva vegna COVID-19 þá má hver tími í líkamsrækt vera "að hámarki 60 mín. og viðvera hvers iðkanda í húsi verði ekki lengri en 90 mín." Þess vegna er því miður ekki hægt að bóka sig á tvo tíma í röð.

Við minnum á mikilvægi sóttvarna og að sótthreinsa hvern búnað fyrir og eftir notkun sem og sjálfa sig. Ekki má fara á milli tækja við æfingar og því aðeins nota eitt tæki í einu. Þrektækin hafa verið færð í Niflheima (undir Víkingaþrekssalnum) og það er því núna hluti af Gryfjunni meðan þetta ástand varir.

Við bendum einnig á að búið er að skipta búningsklefum í 3 hólf eftir tímum sem sóttir eru og biðjum iðkendur að virða þau hólf en upplýsingar um hólfin er að finna á standi í hverjum klefa fyrir sig. Við hvetjum þó iðkendur til að nota ekki búningsklefana komist þeir hjá því og að takmarka viðveruna þar við hámark 15 mínútur. Þá minnum við jafnframt á tveggja metra regluna og að nota grímu þegar ekki er verið við æfingar eða í sturtu.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mán., mið. og fös.: 06:00 - 22:00 (fös til 20:30)
Þri. og fim.: 08:00 - 22:00
Laugardagar: 08:45 - 15:00
Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en Gryfjan er opin mán-fim til 22:00 (fös. 20:30). ATH. Vegna Covid-19 er Gryfjan lokuð meðlimum samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis þar til annað verður tilkynnt.

Barnagæsla (1-5 ára) opin virka daga frá kl. 16:15-19:15 og laugardaga kl. 10-13. Barnagæslan er lokuð í júlí og ágúst. ATH. Vegna Covid-19 verður barnagæslan er lokuð þar til annað verður tilkynnt.

Skráning á póstlista

Svæði