TILKYNNING FRÁ MJÖLNI VEGNA SAMKOMUBANNS

TILKYNNING FRÁ MJÖLNI VEGNA SAMKOMUBANNS
Mjölnir
Að gefnu tilefni vegna Kórónavírusins (Covid-19) viljum við benda á að EKKI stendur til að loka Mjölni (nema skýr fyrirmæli komi um slíkt frá yfirvöldum) og við munum halda áfram starfsemi þó hún verði sennilega með breyttu sniði.
 
Búið er að setja á samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Við munum því fresta árshátíðinni (ný dagsetning kemur fljótlega, sennilega í maí) og spurning er um hversu margir megi koma í Mjölni, hvort þetta eigi við um sali eða húsið í heild.
 
Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Nánari fyrirmæli koma frá stjórnvöldum í dag og við munum skoða þessi mál ítarlega og koma skilaboðum til ykkar.
 
Við munum núna setjast yfir þessi mál, framkvæmdastjórn og yfirþjálfarar og fara yfir hvernig best sé að bregðast við þessu, t.d. með breytingu á stundatöflu og takmörkunum í húsið. Við höfum verið í stöðugu sambandi við Almannavarnir síðustu daga og verðum það áfram. Það þýðir ekkert að drekkja okkur með póstum og fyrirspurnum eins og er. Við erum að skoða þessi mál og munum auglýsa viðbrögðin eins fljótt og við getum.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði