VEGNA KÓRÓNAVEIRUNNAR COVID-19

VEGNA KÓRÓNAVEIRUNNAR COVID-19
COVID 19

Umræða og fréttaflutningur um Kórónaveiruna COVID-19 hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Í ljósi þeirra frétta viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

Ef þú ert með einkenni sem líkjast flensu þá ertu vinsamlegast beðin/n um að mæta ekki í Mjölni. Jafnframt leggjum við áherslu á að allir sinni sóttvörnum skv. fyrirmælum Embættis landlæknis en þær felast fyrst og fremst í handþvotti, handsprittun og notkun sótthreinsiúða. Í Mjölni leggjum við m.a. áherslu á að allir:

  • Noti handspritt t.d. í tækjasal sem og annars staðar
  • Komi með eigin „æfinga handklæði“
  • Þvoi hendur mjög vel fyrir og eftir æfingu
  • Forðist snertingu við augu, nef og munn

Leiðbeiningar hafa verið hengdar upp í Mjölni á íslensku, ensku og pólsku en auk þess vísum við á vef Embættis landlæknis þar sem er að finna ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar, m.a. fyrir börn og ungmenni og fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19. Þá halda Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra úti sérstakri upplýsingasíðu um málið.

Leiðbeiningar um réttan handþvott og handsprittun:

Handþvottur og sprittun


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði