Freyjuafl - Mömmuþrek

Freyjuafl - Mömmuþrek eru tímar fyrir nýbakaðar og verðandi mæður þar sem unnið er að því að styrkja kjarnann og grindarbotn eftir meðgöngu og efla styrk og þol. Í upphafi námskeiðs metum við ástand hverrar móður hvað varðar kvið, grindarbotn og almennt líkamsástand og út frá því byggjum við smám saman upp styrk hennar og þrek. Lítil kríli eru boðin sérstaklega velkomin með í tímana. Snemma á hverju námskeiði er haldin kynning á jógatímum Mjölnis sem eru innifaldir í námskeiðinu og mömmunum leiðbeint með hvernig þær geta sem best nýtt sér þá.

Almennt er miðað við að mæður geti byrjað að æfa 6 vikum eftir fæðingu en það getur þó auðvitað verið misjafnt eftir einstaklingum. Tímarnir eru 50 mínútur þar sem byrjað er á góðri bandvefslosun og upphitun en síðan endað á að taka viðeigandi teygjur.

FREYJUAFL ER INNIFALIÐ Í MEÐLIMAÁSKRIFT

Skráning á námskeið

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði