Freyjuafl – Meðgönguþrek

Freyjuafl - Meðgönguþrek er meðgöngunámskeið þar sem áhersla er lögð á að viðhalda styrk og þreki á meðgöngu með viðeigandi æfingum undir faglegri leiðsögn þjálfara. Lögð er áhersla á grindarbotninn og djúpu kviðvöðvana sem gegna mikilvægu hlutverki á meðgöngu og í fæðingu. Á námskeiðinu er m.a. notast við líkamsþyngdaræfingar, bjöllur, teygjur og thai padsa og á föstudögum er alltaf yogatími. Makar, eða sá sem stendur móðurinni næst, eru velkomnir með í tíma einu sinni á hverju námskeiði en þá er ástvinum kennd góð tækni til þess að nudda verðandi móður. Tímarnir eru 50 mínútur þar sem alltaf er byrjað á góðri liðkun og síðan eru gerðar viðeigandi teygjur í lok tímans.

Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur en það er einnig í boði að taka annað hvort fyrstu fjórar vikurnar eða seinni fjórar eftir því sem hentar.

 

Skráning á námskeið

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði