Víkingaþrek CT - Berserkir

Berserkjahópurinn er sérstakur lokaður keppnishópur fyrir Víkingaþrekið. Þetta er fyrir þá sem vilja fá meira aðhald á æfingum, kynnast nýjum hreyfingum með stöngum, fá markvissari þjálfun og hafa áhuga á að keppa á þrekmótum hér á landi sem og erlendis. Um er að ræða 20 manna hóp að hámarki.

Fyrir áhugasama þá stendur CT fyrir competition team. 

Unnar Helgason mun sjá um tímana en hann er margreyndur keppnismaður í hinum ýmsu þrekraunum. Hann hefur m.a. keppt á Evrópumótinu í CrossFit, CrossFit Games árið 2012, öllum Þrekmótunum oftar en einu sinni og spilaði áður handbolta og fóbolta með FH. Þá hefur hann lokið Steve Maxwell ketilbjöllu námskeiði og kennt Boot Camp og CrossFit um árabil. Hann kemur því inn í hópinn með mikla reynslu - bæði sem keppandi og þjálfari.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mán., þrið., mið., fimt., og fös.: 07:00 - 22:00 (fös til 20:30)
Laugardagar: 09:45 - 15:00
Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en Gryfjan (lyftingasalurinn) er opin mán-fim til 22:00 (fös. 20:30).

Skráning á póstlista

Svæði