Yfirþjálfarar

Yfirþjálfarar

Beka er sennilega reynslumesti hnefaleikamaður landsins en hann hefur æft box frá barnsaldri og keppt í á fimmta tug bardaga og unnið til fjölda titla í heimalandi sínu, Georgíu. Hann er meðal annars tvöfaldur georgískur meistari og bikarmeistari en hnefaleikar eru mjög rótgrónir í Georgíu og standardinn miklu hærri en hér á landi. Þá hefur Beka keppt og æft víða erlendis og var m.a.  valinn til þátttöku í æfingabúðum með “Heimsliðinu” svokallaða þar sem hann æfði með heimsklassa þjálfurum. Hann hefur einnig keppt bæði á Heimsmeistara- og Evrópumótum svo fátt eitt sé nefnt. 

Gunnar Nelson er fremsti bardagakappi þjóðarinnar í dag og örugglega frá upphafi. Hann hefur stundað bardagaíþróttir frá 14 ára aldri og er eini Íslendingurinn sem hefur barist í UFC og hefur atvinnu af því í dag. Gunni á einnig mjög farsælan feril í karate (þrefaldur unglingameistari), BJJ og uppgjafarglímu. Í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) hefur Gunnar meðal annars sigrað stórmót eins Pan American, norður-ameríska meistaramótið (NAGA), New York Open, breska meistaramótið, írska meistaramótið og mörg fleiri. Ennig er Gunnar margfaldur Íslandsmeistari í BJJ. Árið 2009 vann Gunnar til silfur verðlauna á heimsmeistaramótinu í BJJ og sama ár hreppti Gunnar 4. sætið í opnum flokki á sterkasta glímumóti heims ADCC. Gunnar er m.a. svart belti (2. gr.) í BJJ undir goðsögninni Renzo Gracie. Gunnar hefur kennt í Mjölni frá árinu 2006 og kennir helst BJJ og MMA í Mjölni.

Írski ofurþjálfarinn John Kavanagh hefur æft BJJ síðan 1996 og varð m.a. Evrópumeistari 2006. Hann var fyrstur Íra til að fá svart belti í BJJ og hefur einnig oft verið kallaður faðir MMA á Írlandi enda vafalítið sá þjálfari sem getur hefur sér mest orðs þar í landi. John rekur SBG Ireland í Dublin en mikið samstarf er á milli þeirra og Mjölnis og líta liðin á sig sem eitt og hið sama. John er aðal MMA þjálfari UFC kappa eins og  Gunnars Nelson, Conor McGregor, Cathal Pendred, Paddy Holohan og Aisling Daly auk margra annarra eins og Árna Ísakssonar. John kemur reglulega til Íslands og þjálfar í Mjölni.

Vilhjálmur Hernandez er yfirþjálfari hnefaleika og einn reyndasti hnefaleikaþjálfari hér á landi. Vilhjálmur hlaut um í desember 2022 heiðursverðlaun Hnefaleikasambands Íslands fyrir störf sín í þágu hnefaleika á Íslandi.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði