HOPPSPOT VIÐ MJÖLNI

HOPPSPOT VIÐ MJÖLNI
Haraldur Dean Nelson og Sigurjón Rúnar Vikarsson

Mjölnir kynnir samstarf við Hopp um svokallað HoppSpot en Mjölnir er fyrsta fyrirtækið til að taka þátt í nýju átaki að setja upp afsláttarsvæði fyrir rafskútur. Haraldur Dean Nelson framkvæmdastjóri Mjölnis og Sigurjón Rúnar Vikarsson rekstrarstjóri Hopp í Reykjavík handsöluðu samkomulag í dag um slíkt svæði fyrir utan Mjölni. Þetta HoppSpot afsláttarsvæði nýtist bæði meðlimum og starfsfólki Mjölnis, sem og öðrum gestum félagsins.

Notendur þurfa sem sagt að leggja Hopp rafskútunum við þennan HoppSpot fyrir utan Mjölni og fá þá afsláttinn. Viðkomandi notandi finnur HoppSpot í appinu og fær afslátt fyrir að leggja innan svæðisins. Núna er fyrsta skiltið sem sagt komið upp hjá okkur í Mjölni og fleiri á leiðinni um alla borg til þess að auðvelda notendum Hopp að finna afsláttarsvæði.

Það er mikilvægt fyrir okkur öll að stýra því hvar og hvernig við leggjum rafskútunni. Með því að skilja við rafskútuna hjá HoppSpot skiltinu fáum við afslátt af ferðinni og skiljum rafskútuna eftir á góðum stað. Núna er skiltið beint fyrir utan Mjölni en gæti verið fært síðar innar í portið.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði