MJÖLNIR STYÐUR ÁFRAM VIÐ GRINDVÍKINGA

MJÖLNIR STYÐUR ÁFRAM VIÐ GRINDVÍKINGA
Mjölnir styður Grindvíkinga
Að gefnu tilefni viljum við í Mjölni árétta að þeir Grindvíkingar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín fá áfram frítt í alla almenna opna tíma í Mjölni sem og í líkamsræktarsal og CrossFit-sal meðan ástand er eins ótryggt í Grindavík og nú er. Þeir geta því áfram fengið almenna áskrift frítt, allavega út maí, þrátt fyrir að yfirvöld hafi gefið leyfi til gistingar í Grindavík.
 
Sama á við um börn þeirra sem fá frítt í barna- og ungmennastarf Mjölnis nú á vorönninni sem stendur út maí. Ef frístundastyrkir verða í boði fyrir Grindvíkinga þiggjum við þá auðvitað með þökkum en gerum engar kröfur um slíkt.
 
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í móttöku Mjölnis eða með því að senda póst á Harald Dean Nelson framkvæmdastjóra.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði