ÞREFALDUR SIGUR Á ENGLANDI

ÞREFALDUR SIGUR Á ENGLANDI
Mikael sigraði Jordan Cox

Mjölnir átti fjóra bardagamenn á Golden Ticket bardagakvöldinu í Wolverhampton um helgina. Alls unnust þrír bardagar og einn tapaðist. Frábær árangur hjá okkar mönnum. 

Mikael Leó Aclipen mætti Jordan Cox í fjaðurvigt en þetta var fyrsti bardagi Mikaels í langan tíma. Mikael stjórnaði bardaganum frá A til Ö. Fyrstu tvær loturnar notaði hann glímuhæfileika sína til að halda Cox niðri og sýndi enn og aftur hversu megnugur glímumaður hann er. Í þriðju lotunni ákvað hann að halda þessu standandi þar sem hann sýndi frábæra takta. Mikael endaði á að klára bardagann með tæknilegu rothöggi í 3. lotu eftir mikla yfirburði. Frábær frammistaða hjá Mikael og vonandi verður ekki langt þar til við sjáum hann aftur í búrinu.

Viktor Gunnarsson mætti Lewis Mason í bantamvigt. Viktor var fljótur að koma þessu í gólfið, náði bakinu og sótti í henginguna. Mason varðist tilraun Viktors en í stöðusviptingum læsti Viktor annarri hengingu og neyddist Mason til að tappa út. Að sögn Viktors var þetta „modified ezekiel/front head and arm choke“ og hefur hann aldrei gert þetta áður. Viktor er núna 3-1 sem áhugamaður en allir sigrarnir eru eftir uppgjafartak í 1. lotu.

Næstur var Aron Franz en hann mætti Cheick Mane í villtum bardaga. Aron vissi hve villtur andstæðingurinn var en varð pirraður og missti einbeitinguna í miðjum bardaga. Andstæðingurinn náði bakinu á Aroni og reyndi að komast undir hökuna til að ná hengingunni. Í tilraun sinni til að ná hengingunni potaði andstæðingurinn í auga Aron og myndaðist þá pláss til að ná hengingunni. Aron kveinkaði sér strax í auganu eftir að hafa tappað út og leitt að sjá þetta fara svona. Hins vegar veit Aron að hann getur gert mun betur en hann sýndi á laugardaginn og notar þetta sem reynslu til að láta ekki draga sig í eitthvað stríð eins og á laugardaginn. Aron kemur sterkur til baka eftir þetta eins og hann hefur áður sýnt.

Síðastur af okkar mönnum var Julius Bernsdorf. Eftir þrjú töp í röð komst Julius aftur á sigurbraut með sigri eftir dómaraákvörðun. Bardaginn var allan tímann standandi og náði Julius inn mun hættulegri höggum. Julius með öruggan sigur eftir að hafa beðið lengi eftir sigrinum.

Frábær vinna MMA þjálfaranna okkar Luka Jelcic og Gunnars Nelson að skila sér.

 

Vktor sigraði Lewis Julisu sigraði Kacper
   
Aron vs Cheik  Team Mjölnir á Golden Ticket 

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði