Þjálfarar

Þjálfarar

Judoskrímslið Axel hóf æfingar í Mjölni árið 2009 og er hann margfaldur Íslandsmeistari bæði í Judo og BJJ. Axel er enn að keppa og heldur áfram að sigra hvert mótið á fætur öðru enda gríðarlega sterkur glímumaður. Axel sér alfarið um kennslu og skipulagningu á barna- og unglingastarfi Mjölnis og er framtíð yngstu iðkennda Mjölnis björt í hans höndum enda mikill fagmaður á ferð.  Axel er með svart belti í BJJ undir Gunnari Nelson og brúnt belt í Judo. 

Bjarni er einn af stofnendum félagsins og einn af þeim fyrstu á Íslandi sem hóf að stunda BJJ. Bjarni fékk Matt Thornton til Íslands árið 2004 og eftir það hefur Mjölnir verið í góðri tenginu við SBG og hefur félagið fengið hvern þjálfarann á fætur öðrum frá sambandinu í gegnum tíðina. Bjarni hefur kennt í Mjölni frá árinu 2004 og hefur enginn kennt né stundað BJJ lengur en hann. Varla er til sá Mjölnismaður sem ekki hefur farið í tíma hjá Bjarna enda tekur hann á móti öllum byrjendum í Mjölni 101. Bjarni varð Íslandsmeistari í uppgjafarglímu árið 2009 og er með svart belti í BJJ undir Gunnari Nelson og svart belti (2.dan) í hefðbundnu ju jitsu. 

Böðvar Tandri byrjaði í Mjölni sumarið 2013 í MMA unglingar og stundar núna Víkingaþrek og er með blátt belti í BJJ. Böðvar byrjaði í Mjölni vegna Viggós félaga síns sem að dróg hann í MMA unglinga tímann og fannst honum strax geðveikt skemmtilegt. Böðvar var í Crossfit og stundaði líkamsrækt í denn en fannst mun skemtilegra í Mjölni. Eftir að hafa stundað Víkingaþrekið í nokkur ár hóf hann að þjálfa tíma með góðum árangri. Í dag er hann yfirþjálfari í Víkingaþrekinu og leggur gríðarlegan metnað í starf sitt. Böðvar er auk þess á 3. ári í rekstrarverkfræði í HR. Auk þess að vera yfirþjálfari víkingaþreksins er Böðvar Tandri umsjónarmaður Gryfjunar, lyftingasvæðis Mjölnis.

Gunnar Nelson er fremsti bardagakappi þjóðarinnar í dag og örugglega frá upphafi. Hann hefur stundað bardagaíþróttir frá 14 ára aldri og er eini Íslendingurinn sem hefur barist í UFC og hefur atvinnu af því í dag. Gunni á einnig mjög farsælan feril í karate (þrefaldur unglingameistari), BJJ og uppgjafarglímu. Í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) hefur Gunnar meðal annars sigrað stórmót eins Pan American, norður-ameríska meistaramótið (NAGA), New York Open, breska meistaramótið, írska meistaramótið og mörg fleiri. Ennig er Gunnar margfaldur Íslandsmeistari í BJJ. Árið 2009 vann Gunnar til silfur verðlauna á heimsmeistaramótinu í BJJ og sama ár hreppti Gunnar 4. sætið í opnum flokki á sterkasta glímumóti heims ADCC. Gunnar er m.a. svart belti (2. gr.) í BJJ undir goðsögninni Renzo Gracie. Gunnar hefur kennt í Mjölni frá árinu 2006 og kennir helst BJJ og MMA í Mjölni.

Ef upp kemur neyð í Mjölni þá er gott að hafa Gyðu sér við hlið, hún er nefnilega flugfreyja á sumrin og ætti því að geta sagt þér til um neyðarútganga félagsins og tekið að sér öryggismál þar sem hún er búin með Mjölni 101 og Kickbox 101. Fyrir utan flugfreyjustarfið þá sér Gyða um kennslu í Víkingaþreks-, Goðafls- og unglingaþrekstímum enda er hún með massívan íþróttagrunn sem útskrifaður ÍAK einkaþjálfari frá Keili árið 2012, ketilbjölluréttindi frá Kettlebells Iceland árið 2014 auk þess að hafa reynslu af ýmis konar þrekþjálfun og lyftingum. Svo er hún líka með BA í íslensku og M.Ed í menntun. 

Halla Björg byrjaði í Mjölni/Kettlebells Iceland árið 2009 þegar hún sá kynningu á ketilbjöllum og þá var ekki aftur snúið. Bjöllurnar eiga hug hennar allan og Halla er með þjálfararéttindi 1 & 2 í ketilbjöllum frá Maxwell sjálfum. Halla hefur stundað allt nema kickboxið í Mjölni en hefur trú á því að hennar tími muni koma í þeim fræðum. Hún æfði fótbolta í 10 ár og körfubolta í 4 ár, stundaði kraftlyftingar og tók þátt í Sterkustu konu Íslands árið 2013. Halla hefur einnig kennt bæði fótbolta og boccia svo fátt eitt sé nefnt. Halla lauk námi í heislunuddi við Nuddskóla Íslands árið 2010 og starfa sem slíkur ásamt því að vera með BA-próf í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands. Hún hefur einnig þekkingu á táknmáli og hefur getað nýtt sér það við kennslu í Mjölni. Ásamt Freyjuaflinu þjálfar Halla meðal annars í Víkingaþreki og tekur ýmsar afleysingar, svo sem í Goðaafli og í Víkingaþreki 101.

Halldór Logi Valsson er fæddur og uppalinn fyrir norðan vegginn en flutti í suðrið til að hefja æfingar og þjálfun í Mjölni. Hann er einn afkastamesti glímumaður landsins og hefur ferðast mikið og keppt á síðustu árum. Halldór Logi er er m.a. Íslandsmeistari í sínum flokki 2016 og 2015, bæði í gi og nogi, og hefur jafnframt unnið til fjölda annarra verðlauna bæði hér heima og erlendis, m.a. gull á ADCC trials bæði í sínum flokki og opnum flokki. Halldór Logi þjálfaði Fenrismenn á Akureyri í fimm ár áður en hann hóf þjálfun í Mjölni en hér sinnir hann barna- og unglingastarfi sem og almennri BJJ þjálfun. Halldór Logi er með svart belti í BJJ undir Gunnari Nelson.

Það var forvitni sem dró Hrólf í Mjölni fyrir sjö árum síðan og enn þann daginn í dag er hann háður sportinu enda stundað allt sem Mjölnir hefur boðið upp á til þessa. Hrólfur er með blátt belti í BJJ og er í keppnisliði HR og Mjölnis. Þessi grjótharði drengur er yfirþjálfari í kickbox ásamt Immu, ekki slæmt duo þar á ferð.

Írski ofurþjálfarinn John Kavanagh hefur æft BJJ síðan 1996 og varð m.a. Evrópumeistari 2006. Hann var fyrstur Íra til að fá svart belti í BJJ og hefur einnig oft verið kallaður faðir MMA á Írlandi enda vafalítið sá þjálfari sem getur hefur sér mest orðs þar í landi. John rekur SBG Ireland í Dublin en mikið samstarf er á milli þeirra og Mjölnis og líta liðin á sig sem eitt og hið sama. John er aðal MMA þjálfari UFC kappa eins og  Gunnars Nelson, Conor McGregor, Cathal Pendred, Paddy Holohan og Aisling Daly auk margra annarra eins og Árna Ísakssonar. John kemur reglulega til Íslands og þjálfar í Mjölni.

Lúna hefur verið með annan fótinn í yoga síðan hún var 8 ára og stundað bæði ashtanga, hatha og kundalini yoga. Hún útskrifaðist með kundalini yogakennararéttindi 2014, frá Jógasetrinu. Lúna æfir BJJ í Mjölni og hefur gert síðan í september/október 2015. Ein af ástæðunum fyrir því að hún valdi glímuna fram yfir eitthvað annað var hversu tengd henni fannst hún vera yoganu.

Ómar er svart belti í BJJ undir Gunnari Nelson

Öðlingurinn hann Steinar kennir Víkingaþrekstíma, Goðaafl, Box101, Box201 og er aðstoðarþjálfari fyrir keppnisliðið í boxi. Sjálfur byrjaði Steinar í Mjölni árið 2009 við sameiningu HR og Mjölnis, því má segja að Steinar sé boxari að upplagi, þó svo að hann sé byrjaður að feta sig áfram í glímunni. Steinar er með Bs í íþróttafræði frá HR auk þess að vera með ketilbjöllukennsluréttindi. Boxferill Steinars er glæsilegur þar sem hann hefur þrisvar sinnum tekið þátt á Íslendsmeistaramóti og náð bronsi, silfri og gulli.

Sunna „Tsunami“ er fyrsta og eina atvinnukona okkar íslendinga í MMA / blönduðum bardagaíþróttum og hefur æft allan sinn bardagaíþróttaferil í Mjölni allt frá árinu 2009 og verið meðlimur í keppnisliði Mjölnis frá árinu 2013. Hún er á atvinnumannasamningi hjá Invicta FC. Árið 2015 varð Sunna hvort tveggja Evrópumeistari í MMA áhugamanna og einnig Evrópumeistari í sínum flokki í brasilísku jiu-jitsu (BJJ). Sunna lauk ÍAK einkaþjálfaranámi í Keili árið 2015 og hefur verið mjög farsæl sem þjálfari einstaklinga og lítilla hópa síðan þá. Hún hefur jafnframt lokið fjölmörgum sérnámskeiðum sem snúa að styrktarþjálfun, sjálfsvörn, næringu og mataræði. Rætur Sunnu liggja í Muay-Thai, tælensku kickboxi. Hún dvaldi á eyjunni Phuket í Tælandi í fjóra mánuði árið 2013, æfði þar og keppti fjórar atvinnuviðureignir sem hún vann allar. MMA ferillinn tók við í kjölfarið en kickbox hefur ávalt verið Sunnu hjartans mál.

Unnar Helgason er margreyndur keppnismaður í hinum ýmsu þrekraunum. Hann hefur m.a. keppt á Evrópumótinu í CrossFit, CrossFit Games árið 2012, öllum Þrekmótunum oftar en einu sinni og spilaði áður handbolta og fóbolta með FH. Þá hefur hann lokið Steve Maxwell ketilbjöllu námskeiði og kennt Boot Camp og CrossFit um árabil. Unnar er þrekþjálfari keppnisliða Mjölnis, bæði þrekliðsins og keppnisliða í bardagaíþróttum.

Franski sjarmurinn Valentin (borið fram Valintán) eða Valli eins og við köllum hann er með mastersgráðu í íþróttafræði og með brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann sér bæði um þrekþjálfun og BJJ auk þess sem hann kemur að þjálfun keppnisliðs Mjölnis. Svo getur hann líka kennt ykkur frönsku!

Valgerður útskrifaðist sem sjúkraþjálfari BSc 2013 og Kinetic Control Movement Therapist 2019. Hún hlaut ketilbjölluþjálfararéttindi level 1 frá Kettlebells Iceland 2015 og level 2 frá Steve Maxwell 2016.

Valgerður hefur starfað við þjálfun kvenna eftir meðgöngu frá árinu 2016 ásamt því að hafa áralanga reynslu af hópþjálfun íþróttafólks og einstaklinga með stoðkerfisvandamál. Þá hefur hún einnig sótt fjölda námskeiða og fyrirlestra tengda sjúkra- og styrktarþjálfun ásamt netnámskeiði um þjálfun eftir meðgöngu.

Valgerður starfar í Styrk sjúkraþjálfun og Afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla. Hún hefur verið iðkandi í Mjölni síðan 2013.

Þetta sálfræðimenntaða hönk hóf æfingar í Mjölni árið 2008 þegar hann færði sig úr Judo yfir í BJJ. Þráinn er mikill keppnismaður og er margfaldur Íslandsmeistari í BJJ auk þess sem hann hefur sigrað á sterkum mótum eins og Gracie Invitational og opna danska meistaramótinu í BJJ. Þráinn hefur kennt BJJ í Mjölni frá árinu 2011 og í dag kennir hann BJJ 301, BJJ 201, nogi 301, nogi 201 og MMA 101. Þráinn er með svart belti í BJJ undir Gunnari Nelson. Það má segja að Þráinn sé nokkurskonar BJJ bakari, því menn verða eins og deig í höndunum á honum í glímunni þegar þeir eru hnoðaðir fyrirhafnalítið og af mikilli list, svo sterkur glímumaður er Þráinn.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði