NÝ STUNDATAFLA MJÖLNIS Í JANÚAR

NÝ STUNDATAFLA MJÖLNIS Í JANÚAR
Stundatafla vorið 2018

Þriðjudaginn 2. janúar tekur ný stundatafla gildi fyrir vorönnina (janúar-maí) 2018. Helstu breytingar í nýju töflunni eru eftirfarandi:

  • Boðið verður uppá nýja tíma í Víkingaþreki (Víkingaþrek 201) á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:15 sem verða tæknitímar og góður millivegur frá Víkingaþreki 101 yfir í almenna Víkingaþrekstímar.

  • Boðið verður upp á grunnnámskeiðið Víkingaþrek 101 á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum kl. 07:15 auk þess sem það verður áfram á mánudögum og miðvikudögum og föstudögum kl. 18:15 (frá 8. janúar) og kl. 19:15 (í febrúar).

  • BJJ 101 hádegisnámskeið hefst 8. janúar og verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 12:10.

  • Nýtt grunnnámskeið BJJ 101 fyrir 35 og eldri verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:15 og föstudögum kl. 16:30 en það hefst 8. janúar. Þetta námskeið er fyrir eldri hóp. Það er lengra og ásamt því að innifalið er einn tími í viku í Goðaafli. Goðaaflinu er ætlað að styðja við þjálfunina í BJJ tímunum og þar er áherslan lögð í að styrkja á móti alla liði, bak og miðju. BJJ er mikil þrek- og brennsluþjálfun ásamt því að liðka vel líkamann og styrkja. Goðaaflið smellpassar því inn í þessa þjálfun.

  • Yoga 101 verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:15 og hefst 8. janúar.

  • Hugsanlega verður bætt við Yogatímum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:15.

  • Nýtt námskeið Goðaafl 101 verður í febrúar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:15. Jafnframt verður bætt við venjulegum Goðaaflstíma á laugardögum kl. 13:10 strax í janúar.

  • MMA tækni verður á mánudögum kl. 17:15 en fyrirkomulag og hvenær þeir hefjast nákvæmlega verður nánar auglýst síðar.

  • Sérstakur "Bagday" eða púðadagur verður í Boxi og Kickboxi á þriðjudögum kl. 18:00.

  • Freyjuafl fyrir verðandi mæður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og laugardögum kl. 12:15 hefst 9. janúar.
    Freyjuafl fyrir nýbakaðar mæður  er einnig á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:15 og laugardögum kl. 11:15 hefst 9. janúar.

  • Loks er verið að skoða svokallaðan "krílatíma" fyrir þau allra yngstu á laugardögum kl. 11:10 en hvenær þeir hefjast og fyrirkomulag þeirra verður auglýst síðar.

Athugið að Kickbox 201 mun vera á sama tíma mánudaga og miðvikudaga kl. 18:00-19:00 fram til 22. janúar en þá mun tíminn lengjast og verða í 90 mínútur.  Á sama hátt mun Box 201 vera á sama tíma kl. 19:00 - 20:00 mánudaga og miðvikudaga fram til 22. janúar en þá mun tíminn hefjast kl. 19:30.

Birt með fyrirvara um breytingar.

ath. Kickbox 201 verður enn á sínum stað á þriðjudögum og fimmtudögum í hádeginu. 101 námskeið verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. 

Grettissalur og Hel vorið 2018

Þórssalur og Týssalur vorið 2018


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði